Notkunarskilmálar
VINSAMLEGAST LESTU SAMNING ÞENNAN VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ NOTAR ÞESSA EÐA AÐRAR VEFSÍÐUR HERBALIFE EÐA KAUPIR VÖRU EÐA ÞJÓNUSTU FRÁ HERBALIFE.
Samningur þessi („samningurinn“) er gerður milli þín og Herbalife International of America, fyrirtækis með lögheimili í Nevada [Bandaríkjum Norður-Ameríku] („fyrirtækið“, „Herbalife“, „við“). Í samningi þessum er kveðið á um lagalega skilmála og skilyrði fyrir notkun þessarar og annarra vefsíðna og fyrir kaupum þínum og/eða notkun á vörum og þjónustu eða einhverju sem tengist viðskiptatækifæri Herbalife (hér eftir sameiginlega nefnt „það sem í boði er“). Í samningi þessum koma einnig fram upplýsingar um hvernig unnt er að verða dreifingaraðili Herbalife. Með notkun þinni á vefsíðu/m Herbalife, þ.m.t. öllum einstökum skjásíðum (sameiginlega nefnt „vefsíðan“) og öllum upplýsingum, gögnum, texta, hugbúnaði, mynd-, hljóð- eða öðru efni (sameiginlega nefnt „innihaldið“) á síðum þessum eða með notkun þinni eða kaupum á öðru því sem í boði er staðfestir þú samning þennan og þér er þá framvegis skylt að hlíta öllum skilmálum og skilyrðum hans. Ef þú ert óánægð/ur með þessa vefsíðu eða annað það sem í boði er hefur þú einungis það úrræði að hætta að nota vefsíðuna eða annað það sem í boði er, nema að því marki sem tilgreint er í 6. kafla. samnings þessa (Ábyrgð Herbalife í þágu viðskiptavina).
1. BREYTINGAR
Við áskiljum okkur hvenær sem er rétt til:
að breyta skilmálum og skilyrðum samnings þessa;
að endurbæta, bæta við, breyta eða hætta að bjóða upp á vefsíðuna eða annað það sem í boði er, í heild eða að hluta, hvenær sem er að eigin vali.
Breytingar á samningi þessum ganga í gildi um leið og þær hafa verið kunngerðar og kann það að verða gert í tölvupósti eða með birtingu á vefsíðunni (hér eftir nefnt „tilkynning“). Með notkun þinni á vefsíðunni eða öðru því sem í boði er eftir að slík tilkynning hefur birst telst þú hafa samþykkt breytingarnar. Lestu samning þennan reglulega til þess að tryggja að þú þekkir nýjustu útgáfu hans.
Við höfum óskoraðan rétt til að endurbæta, breyta eða hætta að bjóða upp á vefsíðuna eða annað það sem í boði er. Hvers kyns endurbætur, viðbætur eða breytingar á vefsíðunni og öðru því sem í boði er falla undir samning þennan.
2. AÐGANGUR
Þér ber að afla þér aðgangs að netinu (Internetinu) og greiða hvers konar þjónustugjöld í sambandi við slíkan aðgang svo þér verði kleift að nota vefsíðuna. Auk þess ber þér að leggja til allan búnað sem nauðsynlegur er fyrir aðgang þinn að Netinu. Þú berð alfarið ábyrgð á kaupum, tengingu, uppsetningu, niðurhali, rekstri og viðhaldi hvers konar vélbúnaðar, hugbúnaðar, símaþjónustu (fastlínubúnaðar eða annars konar búnaðar) og aðgangsþjónustu að netinu frá einkatölvu þinni og öllum kostnaði í tengslum við það. Þú berð alfarið ábyrgð á því að skanna vélbúnað og hugbúnað þinn til þess að leita að tölvuveirum og öðrum slíkum vandamálum áður en þú notar viðkomandi búnað. Við berum hvorki skaðabótaskyldu né ábyrgð þótt fram komi villur eða afnot bregðist vegna truflana eða bilana á vélbúnaði þínum eða hugbúnaði.
3. HÆFI
Þú lýsir því yfir og ábyrgist að þú sért a.m.k. 18 ára. Vörur og viðskiptatækifæri Herbalife má hvorki bjóða, senda til né selja í öðrum ríkjum en þeim sem Herbalife hefur þegar heimilað. Til þess að sjá lista yfir þessi lönd skaltu smella á: samþykkt ríki (Authorized Countries). Herbalife vinnur að því að selja á fleiri mörkuðum og því skaltu kanna uppfærslur hvað þetta varðar reglulega.
4. SJÁLFSTÆÐIR DREIFINGARAÐILAR HERBALIFE
Vörur og þjónusta Herbalife er seld á vegum tengslanets sjálfstæðra dreifingaraðila. Til þess að kaupa vörur og þjónustu Herbalife þarftu ekki að verða sjálfstæður dreifingaraðili. Hafir þú hins vegar áhuga á því að verða sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife skaltu hringja í Herbalife í síma 800 8403.
5. VEFSÍÐUR SJÁLFSTÆÐRA DREIFINGARAÐILA HERBALIFE
Sjálfstæðum dreifingaraðilum Herbalife er heimilt að reka eigin vefsíður. Það er alfarið á ábyrgð sérhvers sjálfstæðs dreifingaraðila að tryggja að innihald vefsíðu hans sé nákvæmt og hlíti að öllu leyti reglum Herbalife, stefnu og starfsreglum, þ.m.t., hegðunarreglum Herbalife og dreifingarstefnu (Herbalife's Rules of Conduct & Distributor Policies), viðbótarreglum Herbalife (Herbalife’s Supplemental Rules), reglum Herbalife um næringarklúbba (Herbalife Nutrition Club Rules) og öllum opinberum lögum og reglugerðum bæði í heimalandi Herbalife, Bandaríkjunum, og í því landi þar sem þú býrð og starfar. HERBALIFE FIRRIR SIG ALLRI ÁBYRGÐ OG SKAÐABÓTASKYLDU SEM REKJA MÁ TIL EÐA TENGIST VEFSÍÐUM SJÁLFSTÆÐRA DREIFINGARAÐILA.
6. ÁBYRGÐ HERBALIFE Í ÞÁGU VIÐSKIPTAVINA
Herbalife ábyrgist gæði allra vara sem bera nafn Herbalife og staðfestir að þær vörur, sem framleiddar eru fyrir Herbalife og ætlaðar eru til nota fyrir viðskiptavini, fullnægja ströngum stöðlum um ferskleika og hreinleika. Við erum þess fullviss að viðskiptavinir okkar munu telja vörur okkar fullnægjandi að öllu leyti. Ef smásölukaupandi er hins vegar af einhverri ástæðu ekki fullkomlega ánægður með vöru frá Herbalife, sem keypt hefur verið hjá dreifingaraðila Herbalife, getur viðskiptavinurinn krafist endurgreiðslu frá dreifingaraðilanum innan þrjátíu (30) daga frá þeim degi þegar viðskiptavinurinn fær vöruna í hendur. Viðskiptavinurinn fær fyrirmæli um að skila vörunni, eða ónotuðum hluta hennar, til dreifingaraðilans sem viðskiptavinurinn keypti vöruna hjá. Dreifingaraðilanum er skylt að afhenda viðskiptavininum inneignarnótu fyrir öllu kaupverði vörunnar til kaupa á öðrum vörum frá Herbalife eða endurgreiða honum kaupverðið að fullu. Þessi ábyrgð takmarkast aðeins af skilmálum tiltekinna sérábyrgða sem fylgja eða er pakkað með tilteknum vörum og gildir ekki um neina vöru sem hefur verið skemmd eða misnotuð af ráðnum hug.
7. PERSÓNUUPPLÝSINGAR OG PERSÓNUVERND
Ef þú lætur vefsíðunni í té upplýsingar ábyrgist þú að veita nákvæmar, núgildandi og ítarlegar upplýsingar um þig eftir því sem krafist er og þú samþykkir að halda utan um og uppfæra slíkar upplýsingar eftir því sem við á. Samkvæmt trúnaðarstefnu fyrirtækisins er okkur heimilt að veita hvers konar upplýsingar um þig, sem við höfum aflað á síðunni eða með öðrum hætti, til þriðja aðila. Til þess að fá frekari upplýsingar skaltu lesa trúnaðarstefnuna okkar í heild. Breytingar á trúnaðarstefnu fyrirtækisins ganga í gildi um leið og þær eru kunngerðar. Með því að nota vefsíðuna eða annað það sem í boði er eftir að slík tilkynning hefur birst telst þú hafa samþykkt breytingarnar. Kynntu þér trúnaðarstefnu okkar reglulega til þess að tryggja að þú þekkir nýjustu útgáfu hennar.
8. HEGÐUN NOTENDA
Þú berð ábyrgð á öllu innihaldi sem þú sendir til okkar.
Þér er ekki heimilt að nota vefsíðuna eða annað það sem í boði er eða upplýsingar, sem þú færð í tengslum við vefsíðuna eða annað það sem í boði er, til að:
trufla notkun einhvers annars notanda á vefsíðunni eða öðru því sem í boði er;
beita ólöglegum aðgerðum af einhverju tagi;
gera ólögráða fólki tilboð eða skaða það með nokkrum hætti;
villa á þér heimildir eða rangfæra einhver tengsl sem þú kannt að hafa;
breyta, aðlaga, framselja, þýða, selja, hermismíða, bakþýða eða baksmala einhvern hluta af vefsíðunni eða öðru því sem í boði er;
breyta eða fjarlægja tilkynningar um höfunda-, vörumerkja- eða eignarétt;
„ramma“, „spegla“ eða „djúptengja“ (deep link) einhvern hluta síðunnar eða annars þess sem í boði er nema að fenginni skriflegri heimild okkar; eða
tengjast einhverri skjásíðu innan vefsíðunnar eða öðru því sem í boði er frá hvers konar vefsíðu eða einstakri skjásíðu þar sem fram koma staðhæfingar um lækningamátt eða heilsubætandi áhrif einhvers konar efnis, óháð því hvort slíkt efni er framleitt, markaðssett, selt eða því er dreift á okkar vegum.
9. NOTKUN NETFANGA SEM KOMA FRAM Á VEFSÍÐUNNI
Þegar þú notar netföng, sem þér eru látin í té eða birtast á vefsíðunni eða í öðru því sem í boði er, samþykkir þú að senda ekki til neins einstaklings eða aðila:
innihald, sem er ólöglegt, sviksamlegt, hótandi, móðgandi, ærumeiðandi, niðrandi, dónalegt, klámfengið, skaðlegt, áreitandi, skaðvænlegt, uppáþrengjandi gagnvart friðhelgi annarra, hatursfullt eða hneykslanlegt varðandi kynþætti, þjóðerni eða með öðrum hætti eða tengist trúnaðarsamningi eða gengur á rétt þriðja aðila varðandi hugverkaréttindi eða önnur réttindi;
óopinberar upplýsingar um einhver fyrirtæki;
viðskiptaleyndarmál af öllu tagi;
tölvukóða, skrár eða forrit (t.d. tölvuveiru) sem ætlað er að trufla, eyðileggja, stofna í hættu öryggi eða takmarka virkni einhvers búnaðar.
Sending rusltölvupósts er stranglega bönnuð. Ruslpóstur er í þessu sambandi skilgreindur sem sending óumbeðinnar tilkynningar til einstaklings, aðila, fréttahópa, umræðutorga, netfangalista eða annarra hópa eða lista, nema fengist hafi fyrirfram leyfi móttakanda tölvupóstsins, sem samþykkir sérstaklega að fá sendan tölvupóst, eða viðskiptatengslum eða persónulegum tengslum hafi þegar verið komið á við móttakanda tölvupóstsins. EF ÞÚ FÆRÐ „RUSLTÖLVUPÓST“ FRÁ EINHVERJUM, SEM ER AÐ SELJA EÐA LÝSA VÖRUM EÐA VIÐSKIPTATÆKIFÆRI HERBALIFE, BIÐJUM VIÐ ÞIG VINSAMLEGAST AÐ HAFA STRAX SAMBAND VIÐ OKKUR SVO AÐ VIÐ GETUM GRIPIÐ TIL VIÐEIGANDI RÁÐSTAFANA.
Notkun falsaðra yfirskrifta í tölvupósti eða fölsun eða breyting á uppruna tölvupósts í tengslum við Herbalife og/eða vörur eða þjónustu Herbalife er bönnuð.
Nauðsynlegt er að hlíta lögum og reglugerðum á hverjum stað að því er varðar upplýsingarvernd og sendingu kynningarefnis. Ef einstaklingur eða aðili gefur til kynna að hann óski ekki eftir að fá tölvupóst samþykkir þú að senda ekki tölvupóst til viðkomandi einstaklings eða aðila. Ef einstaklingur samþykkir upphaflega að fá tölvupóst en óskar þess síðar að þú hættir að senda slíkan tölvupóst er þér skylt að verða við þeirri ósk.
Herbalife leggur bann við að ástunda allar ofangreindar athafnir með því að nota þjónustu annars þjónustuveitanda, endursendingarþjónustu á tölvupósti eða með öðrum hætti.
10. EIGNARÉTTUR FYRIRTÆKISINS
Vefsíðan og annað það sem í boði er og hugbúnaður sem notaður er með vefsíðunni og öðru því sem í boði er inniheldur upplýsingar, sem njóta verndar samkvæmt höfundarétti, vörumerkjarétti, lögum um viðskiptaleyndarmál, reglum um þjónustumerki, einkaleyfum og/eða öðrum eignarétti og lögum (sem nefnast einu nafni „lög um hugverkaréttindi“). Innihald vefsíðunnar og annars þess sem í boði er, auglýsinga sponsora, upplýsinga sem þú færð á vefsíðunni eða í öðru því sem í boði er eða upplýsinga sem auglýsendur koma á framfæri við þig nýtur auk þess verndar samkvæmt lögum um hugverkaréttindi. Þú samþykkir að hvorki breyta, taka á leigu, leigja út, lána, selja, dreifa né búa til afleidd verk, sem byggð eru á vefsíðunni eða öðru því sem í boði er, í heild eða að hluta, nema við höfum veitt þér skriflegt leyfi til þess.
11. EIGNARHALD OG TAKMÖRKUN Á NOTKUN
©2003 Herbalife International of America, allur réttur áskilinn. Herbalife International of America á og starfrækir vefsíðuna og/eða annað það sem sem í boði er með öðrum aðilum sem við hafa verið gerðir viðskiptasamningar. Þér er hvorki heimilt að afrita, endurgera, gefa út aftur, flytja til annarrar tölvu, póstleggja, senda eða dreifa efni af vefsíðunni eða öðru því sem í boði er með nokkrum hætti án þess að fá til þess skriflegt leyfi okkar fyrirfram. Þér er ekki heimilt að breyta efni sem er að finna á vefsíðunni eða í öðru því sem í boði er né heldur að nota neitt efni í einhverjum öðrum tilgangi. Þú gerir þér grein fyrir að þú öðlast ekki eignarétt á neinum hugverkum með notkun þinni á vefsíðunni eða öðru því sem í boði er. Við veitum þér takmarkað, óframseljanlegt og óyfirfæranlegt leyfi, sem felur ekki í sér einkarétt, til þess að nota innihald vefsíðunnar, einungis sem þátt í því að skoða vefsíðuna og annað það sem í boði er meðan þú ert á netinu. Samkvæmt ofangreindu leyfi er þér óheimilt að búa til tímabundið eða varanlegt afrit af vefsíðunni eða öðru því sem í boði er eða einhverju öðru innihaldi á nokkrum miðli eða í hvaða tilgangi sem er. Við afsölum ekki til þín neinu innihaldi. Við höldum öllum réttindum, eignarhaldi og hagsmunum er tengjast öllu innihaldi. Þér er hvorki heimilt að selja, endurselja, bakþýða, hermismíða, baksmala eða með öðrum hætti að þýða nokkra hugbúnaðarhluta vefsíðunnar eða annars þess sem í boði er á mannlæsilegt form (nema að takmörkuðu leyti, ef lög heimila það). Þér er óheimilt að yfirfæra nokkurn hluta af vefsíðunni eða öðru því sem í boði er til þriðja aðila. Herbalife, fyrirtækismerkið okkar og heiti þeirra vara sem fyrirtækið framleiðir, markaðssetur eða dreifir, eru vörumerki og/eða þjónustumerki Herbalife International of America, Inc. eða fyrirtækja í eignartengslum við það. Öll önnur vörumerki, þjónustumerki og fyrirtækismerki, sem notuð er á vefsíðunni eða í því sem í boði er, eru vörumerki, þjónustumerki eða fyrirtækismerki viðkomandi eigenda.
12. SENDING HUGMYNDA
Ef þú sendir okkur hugmyndir, tillögur eða reynslusögu höfum við rétt til að nota slíka sendingu án endurgjalds með hverjum þeim hætti sem við teljum viðeigandi, þ.m.t. með birtingu á netinu. Þér er því aðeins heimilt að setja hugmyndir og efni á þessa vefsíðu að þú hafir fengið viðeigandi höfundarétt og aðra heimild til að láta efnið í té og til að heimila okkur að nota efnið án takmörkunar. Þú samþykkir að þú munir hvorki óvirða né brjóta í bága við rétt þriðja aðila, þ.m.t. trúnaðar-, kynningar-, hugverka-, og eignarétt, svo sem höfundarétt eða vörumerkjarétt.
13. REYNSLUSÖGUR
Fólk sem segir reynslusögur um vörur eða viðskiptatækifæri á vefsíðunni okkar eða í öðru því sem í boði er endurspeglar eingöngu eigin reynslu og lýsir einstökum tilvikum sem kunna að vera ódæmigerð.
14. TENGLAR
Við kunnum að setja upp tengla á vefsíður eða efni þriðja aðila. Birting slíkra tengla felur ekki í sér stuðning við upplýsingar, vörur eða þjónustu sem unnt er að nálgast gegnum slíka tengla. Þar eð við höfum enga stjórn á vefsíðum eða því sem í boði er hjá þriðja aðila getum við ekki tekið ábyrgð á neinu innihaldi vefsíðna né þess sem í boði er hjá þriðja aðila né heldur trausti þínu á því innihaldi.
15. VILLUR
Þótt við leitumst við að varðveita áreiðanleika vefsíðunnar og annars þess sem í boði er ábyrgjumst við ekki nákvæmni eða ítarleika vefsíðunnar eða annars þess sem í boði er. Ef þú telur þig hafa fundið villu á vefsíðunni eða í öðru því semí boði er biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við okkur í síma 800 8403 og láta fylgja, ef mögulegt er, lýsingu á villunni, staðsetningu hennar á vefsíðunni og upplýsingar um hvernig hafa má samband við þig. Við munum leitast við að kanna það sem veldur þér áhyggjum.
16. FYRIRVARI UM ÁBYRGÐ; TAKMÖRKUN BÓTAÁBYRGÐAR
Með því að nota vefsíðuna eða annað það sem í boði er samþykkirðu sérstaklega:
að vefsíðan og það sem er í boði er reitt fram „í núverandi ástandi“ og „eins og unnt er að nálgast það hverju sinni“. Að því marki sem lög leyfa höfnum við allri ábyrgð, skilyrðum og öðrum skilmálum, hvort sem er beinum eða óbeinum, þ.m.t. óbeinni ábyrgð, skilyrðum og öðrum skilmálum um seljanleika, hæfi til tiltekinna nota og að ekki sé um að ræða brot á lögum og reglum, að því undanskildu sem skýrt er tilgreint í þeim kafla samnings þessa sem nefnist Ábyrgð Herbalife í þágu viðskiptavina.
Við ábyrgjumst ekki að <br />
(i) vefsíðan eða það sem í boði er fullnægi þörfum þínum; <br />
(ii) að vefsíðan eða það sem í boði er verði ekki fyrir truflunum, sé rétt á hverjum tíma, öruggt eða villulaust;<br />
(iii) að árangurinn, sem kann að nást með notkun vefsíðunnar eða annars þess sem í boði er, verði réttur eða áreiðanlegur; eða<br />
(iv) að villur á vefsíðunni eða í öðru því sem í boði er verði leiðréttar.<br />
Not þín á vefsíðunni og öðru því sem er í boði eru alfarið á þína ábyrgð. Ekki ber að treysta á ráðleggingar, yfirlýsingar eða skoðanir þegar teknar eru mikilvægar persónulegar, læknisfræðilegar, lagalegar eða fjárhagslegar ákvarðanir. Þér ber að leita ráða hjá sérfræðingi til þess að fá sérstakar ráðleggingar sem hæfa aðstæðum þínum. Aðeins þú berð ábyrgð á hvers konar tjóni, sem þú eða þriðji aðili verður fyrir, beint eða óbeint, af völdum efnis sem þú hefur halað niður eða aflað fyrir atbeina vefsíðunnar eða þess sem þar er í boði. Við erum ekki skaðabótaskyld vegna neins konar tjóns eða skaða sem rekja má til tölvuveira eða annarra skaðvalda.
Við lýsum hvorki yfir né ábyrgjumst neitt varðandi vefsíður sjálfstæðra dreifingaraðila, þ.m.t. varðandi ábyrgðir um seljanleika eða hæfi til tiltekinnar notkunar. Þér ber ekki að treysta neinum yfirlýsingum eða ábyrgðum sem er að finna á vefsíðum sjálfstæðra dreifingaraðila.
Hvers konar viðbótarábyrgðir eru háðar samþykki fyrirtækisins og verða að vera skriflegar. Þú samþykkir að gera hvorki okkur, stjórnendur okkar, stjórnarmenn, starfsmenn, umboðsmenn, tilnefnda aðila, fulltrúa, sjálfstæða dreifingaraðila né birgja okkar ábyrga fyrir beinu, óbeinu, tilfallandi, sérstöku, afleiddu eða fordæmistjóni eða skaðabótum (til dæmis bótum vegna tekjutaps, tapaðrar viðskiptavildar og gagnataps), jafnvel þótt við höfum verið vöruð við að slíkt tap gæti stafað af eftirfarandi:
vangetu þinni til að fá aðgang að skráningargögnum hvenær sem þurfa þykir;
þátttöku þinni sem sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife;
notkun þinni eða vangetu þinni til að nota vefsíðuna eða kaupum þínum eða notkun á öðru því sem í boði er;
óheimilum aðgangi að eða breytingu á sendingum þínum eða gögnum; eða
aðgerðum þriðja aðila varðandi vefsíðuna eða annað það sem í boði er.
Þú afsalar þér hér með öllum kröfum varðandi framangreint, hvort sem þær byggjast á samningsgrundvelli, skaðabótarétti eða af öðrum orsökum, jafnvel þótt við höfum verið vöruð við möguleika á slíkum skaðabótum. Vera kann að sumar af þeim takmörkunum, sem tilgreindar eru í þessum kafla, eigi ekki við um þig og fer það eftir viðkomandi lögsagnarumdæmi.
17. SKAÐLEYSI
Þú samþykkir að halda okkur, stjórnendum okkar, stjórnarmönnum, starfsmönnum, umboðsmönnum, tilgreindum aðilum, sjálfstæðum dreifingaraðilum og fulltrúum skaðlausum, verja okkur og firra okkur tjóni varðandi og gegn hvers konar kröfum, skaðabótum, tapi, kostnaði (þ.m.t. eðlilegum lögfræðikostnaði) eða öðrum útgjöldum sem til kann að stofnast, beint eða óbeint, sökum eða í tengslum við:
aðgerðir þínar eða aðgerðaleysi varðandi vefsíðuna og annað það sem í boði er;
aðgerðir eða aðgerðaleysi einstaklings, sem notar viðskiptareikninginn þinn, varðandi vefsíðuna eða annað það sem í boði er;
kaup þín eða notkun á vefsíðunni eða öðru því sem í boði er og kaup eða notkun á vefsíðunni eða öðru því sem í boði er af hálfu einstaklings sem notar viðskiptareikninginn þinn;
brot á einhverju ákvæði samnings þessa;
ásakanir um að efni, sem okkur hefur verið afhent, sent til okkar beint eða gegnum vefsíðuna eða annað það sem í boði er, brjóti í bága við eða brjóti með öðrum hætti gegn höfundarétti, vörumerkjarétti, viðskiptaleyndarmáli eða öðrum hugverkarétti eða öðrum rétti þriðja aðila; og/eða
brot á réttindum einhvers aðila, þ.m.t., kröfur varðandi meiðyrði, ærumeiðingar, brot á rétti til kynningar, notkunar í heimildarleysi og brot á hugverkarétti eða öðrum eignarétti.
Ef við leggjum fram kröfu um skaðleysi samþykkir þú að leita eftir og fá skriflega heimild okkar áður en þú semur um kröfu eða aðgerð.
18. RIFTUN; BREYTING
Okkur er hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er heimilt að stöðva notkun þína á og aðgang þinn að vefsíðunni og öðru því sem í boði er. Okkur er hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er heimilt að breyta eða hætta að bjóða upp á vefsíðuna og annað það sem í boði er, í heild eða að hluta, hvort sem við tilkynnum þér það eða ekki. Riftunarréttur aðila er ekki háður tilkynningu. Þér er óheimilt að sækja okkur til ábyrgðar eða bótaskyldu vegna beins, óbeins, tilfallandi, sérstaks, afleidds eða fordæmistaps eða skaðabóta ef svo fer að við breytum eða hættum að bjóða upp á vefsíðuna eða annað það sem í boði er eða riftum aðgangi þínum að vefsíðunni eða öðru því sem í boði er.
19. LÖG BANDARÍKJA NORÐUR-AMERÍKU
Ef þú velur að fá aðgang að vefsíðunni eða öðru því sem í boði er frá stöðum utan Bandaríkjanna berð þú ábyrgð á að fara að gildandi lögum á hverjum stað ef og að því marki sem lög á hverjum stað eiga við.
Allur hugbúnaður, sem notaður er varðandi vefsíðuna og annað það sem í boði er, er háður bandarísku eftirliti með útflutningi. Engan slíkan hugbúnað er heimilt að hala niður, flytja á annan hátt út eða endurflytja út (i) til (eða til ríkisborgara eða íbúa) Kúbu, Íraks, Líbýu, Norður-Kóreu, Írans, Sýrlands eða einhvers annars ríkis sem Bandaríkin beita viðskiptabanni; eða (ii) til hvers þess sem er á lista fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir aðila sem sæta viðskiptahömlum við Bandaríkin (specially designated nationals) eða á lista viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna yfir aðila sem sæta algeru viðskiptabanni (Table of Deny Orders). Með því að hala niður eða nota slíkan hugbúnað lýsir þú því yfir og ábyrgist að þú sért ekki staðsett/ur í, undir stjórn, eða ríkisborgari eða íbúi slíks ríkis eða á slíkum lista.
Við áskiljum okkur óskoraðan rétt til þess að takmarka aðgang einstaklings, landsvæðis eða lögsagnarumdæmis að vefsíðunni eða öðru því sem í boði er hvenær sem er.
20. ÝMIS ÁKVÆÐI
Lög Kaliforníuríkis [í Bandaríkjum Norður-Ameríku] gilda um samning þennan (án tillits til meginreglna Kaliforníu um lagaágreining). Allan ágreining milli þín og okkar ber að leggja fyrir ríkisdómstóla eða alríkisdómstóla í Los Angeles-sýslu í Kaliforníu. Þótt dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að hluti af samningi þessum sé ófullnustuhæfur skulu aðrir hlutar samnings þessa halda gildi sínu. Þetta er allur samningurinn milli þín og okkar varðandi vefsíðuna og annað það sem í boði er og samningur þessi kemur í stað allra fyrra skriflegra eða munnlegra samninga sem kunna að hafa verið fyrir hendi milli okkar. Þú afsalar þér á óafturkallanlegan hátt og skilyrðislaust öllum rétti eða úrræðum sem þú gætir haft til þess að krefjast skaðabóta og/eða riftunar á þessum samningi vegna rangfærslu (að undanskilinni sviksamlegri rangfærslu) sem ekki er að finna í þessum samningi. Þér er ekki heimilt að framselja réttindi þín eða skyldur samkvæmt samningi þessum til neins aðila án skriflegs samþykkis okkar. Þótt við látum hjá líða að framfylgja einhverju ákvæði samnings þessa merkir það ekki að við höfum afsalað okkur rétti til þess að framfylgja slíku ákvæði í framtíðinni. Fyrirsögnum í samningi þessum er aðeins ætlað að vera til upplýsingar og eru ekki sjálfar aðfararhæf ákvæði samnings þessa.
Síðast breytt 29. júní 2003.
© 2003. Herbalife International of America. Allur réttur áskilinn.